logo-for-printing

21. nóvember 2017

Málstofa um fjármagnshöftin og uppgjör þrotabúa gömlu bankanna

Skógarþröstur við byggingu Seðlabanka Íslands

Málstofa um fjármagnshöftin og uppgjör þrotabúa gömlu bankanna verður haldin í Sölvhóli, fundarherbergi í Seðlabankanum í dag, þriðjudaginn 21. nóvember, kl. 15. Frummælandi verður Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík.

Ágrip:

Farið verður yfir líkan af stefnumörkun og samskiptum íslenskra stjórnvalda við kröfuhafa um uppgjör þrotabúa gömlu bankanna og einnig við eigendur aflandskróna. Líkanið skýrir af hverju uppgjör þrotabúanna gekk mjög vel en uppboðin á aflandskrónum gengu mun síður.

Efni málstofunnar verður sótt í greinina Iceland’s capital controls and the resolution of its problematic bank legacy. Höfundar greinarinnar eru, auk Friðriks Más, Richard Portes, prófessor við London Business School og Eiríkur Elís Þorláksson, dósent við Háskólann í Reykjavík.

Til baka