logo-for-printing

15. desember 2017

Launakönnun í Seðlabanka Íslands

Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands hefur kannað laun starfsmanna í Seðlabanka Íslands með það fyrir augum að greina hvort um kynbundinn launamun sé að ræða. Könnunin leiddi í ljós að kynbundinn launamunur í bankanum mældist 3,2% sem er talsvert minna en mælst hefur að meðaltali á íslenskum vinnumarkaði að undanförnu. Þegar meðallaun einstakra hópa í Seðlabankanum voru skoðuð kom í ljós að karlar höfðu hærri meðallaun í 12 undirhópum en konur í þremur.

Niðurstöður þessarar launakönnunar verða nýttar í áframhaldandi vinnu við draga enn frekar úr kynbundnum launamun og byggja upp jafnlaunakerfi innan Seðlabanka Íslands með það að markmiði að öðlast formlega jafnlaunavottun. 

Til baka