logo-for-printing

01. júní 2018

Nýtt form tímaraða á vef Seðlabanka Íslands

Bygging Seðlabanka Íslands

Seðlabanki Íslands hefur um nokkurra ára skeið nýtt sér vefviðmót sem fyrirtækið Datamarket útbjó til birtingar á tímaröðum á vef bankans. Bandaríska fyrirtækið Qlik keypti Datamarket árið 2014 og tók ákvörðun í byrjun þessa árs að taka vefviðmót Datamarket úr notkun.

Unnið hefur verið að nýju viðmóti sem byggir á lausn frá Microsoft. Þetta viðmót er að mörgu leyti áþekkt viðmóti Datamarket en þó hefur það verið einfaldað nokkuð.

Á lokametrunum komu upp hnökrar sem valda því að ekki verður hægt að virkja nýja viðmótið strax. Þess í stað hafa verið útbúin Excelskjöl með öllum tímaröðum og munu þau verða notuð uns hægt verður að virkja nýja viðmótið.

Stefnt er að því að nýja viðmótið verði tilbúið innan tíðar og verður það tekið í notkun eftir því sem smíði þess vindur fram.

Til baka