logo-for-printing

11. október 2018

Logi Ragnarsson framkvæmdastjóri nýs upplýsingatæknisviðs Seðlabanka Íslands

Logi Ragnarsson, framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs Seðlabanka Íslands
Skipulagi upplýsingatæknimála í Seðlabanka Íslands hefur verið breytt og stofnað nýtt svið upplýsingatækni. Áður var upplýsingatækniþjónustu sinnt á rekstrarsviði bankans. Upplýsingatæknisvið sinnir þjónustu á sviði tölvumála, svo sem er varðar vélbúnað, hugbúnað, innleiðingu kerfa, gagnavinnslu, prófanir og eftirlit. Logi Ragnarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hins nýja upplýsingatæknisviðs til eins árs. Logi var áður framkvæmdastjóri Greiðsluveitunnar, félags í eigu Seðlabanka Íslands, en hann verður í tímabundnu leyfi frá því starfi.
Til baka