logo-for-printing

14. desember 2018

Inngangsorð aðstoðarseðlabankastjóra á ráðstefnu seðlabanka Norðurlanda um netöryggi

Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri

Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri sat í pallborði á árlegri ráðstefnu seðlabanka Norðurlandanna í Helsinki hinn 29. nóvember sl. Á ráðstefnunni var fjallað um helstu mál sem varða þróun netöryggis, þ.m.t. viðnámsþrótt og varnir fyrirtækja í fjármálageiranum gegn netárásum.

Aðstoðarseðlabankastjóri flutti inngangsorð í pallborðinu. Þar kom m.a. fram að nýjungar í fjártækni auki valkosti neytenda en geti skapað nýjar hættur varðandi öryggi viðskipta og einkalífs. Hröð þróun fjártækni og fjölgun netglæpa kallar því á árvekni og aukna samvinnu seðlabanka, fjármála- og fjártæknifyrirtækja, eftirlitsstofnana, almennings og stjórnmálamanna varðandi netöryggismál.

Sjá inngangsorðin (á ensku) hér: Rannveig Sigurdardottir Introductory remarks

Til baka

Myndir með frétt

Pallborðsumræður á ráðstefnu seðlabanka Norðurlanda um netöryggi