logo-for-printing

27. desember 2018

Birting á atkvæðum nefndarmanna í peningastefnunefnd og greinargerð um tillögur um ramma peningastefnunnar

Peningastefnunefnd 2018

Peningastefnunefnd hefur gert breytingar á starfsreglum sínum sem felast í því að frá og með fyrsta fundi peningastefnunefndar á árinu 2019 skal tilgreina í fundargerð hvers fundar hvernig atkvæði einstakra nefndarmanna féllu. Hingað til hefur verið greint frá því einu sinni á ári, þ.e. í Ársskýrslu Seðlabankans, hvernig einstakir nefndarmenn greiddu atkvæði undangengið ár. Með þessari breytingu er komið til móts við eina af tillögum starfshóps á vegum forsætisráðuneytisins um endurmat á ramma peningastefnunnar en skýrsla nefndarinnar var birt þann 5. júní sl.
Sjá skýrslu hér: Framtíð íslenskrar peningastefnu: Endurmat á ramma peningastefnunnar.
Breytingin miðar að því að auka gagnsæi varðandi ákvörðunartöku peningastefnunefndar.

Á fundi peningastefnunefndar fyrr í þessum mánuði var einnig fjallað um væntanlega greinargerð Seðlabankans til forsætisráðherra um afstöðu bankans til þeirra tillagna starfshópsins um ramma peningastefnunnar sem snúa að breytingum á verklagi í peningastefnunefnd og í Seðlabankanum. Afstaða bankans varðandi einstakar tillögur um þetta efni fylgir hér á eftir.

 

Starfsreglur peningastefnunefndar um undirbúning, rökstuðning og kynningu ákvarðana í peningamálum

Viðbrögð við hluta tillagna starfshóps um endurskoðun á ramma peningastefnunnar

 

Til baka