logo-for-printing

18. janúar 2019

Gjaldeyrismarkaður, gengisþróun og gjaldeyrisforði árið 2018

Bygging Seðlabanka Íslands og Esjan á bakvið

Gengi krónunnar lækkaði um 6,4% á árinu 2018 og velta á millibankamarkaði með gjaldeyri dróst mikið saman frá fyrra ári. Á síðari hluta ársins 2018 seldi Seðlabankinn gjaldeyri á millibankamarkaði í þrjú skipti með það að markmiði að draga úr sveiflum á gengi krónunnar. Hrein gjaldeyrissala Seðlabankans á markaðnum nam 2,9 ma.kr. á árinu.

Gengi krónunnar var tiltölulega stöðugt fyrstu átta mánuði ársins og velta var lítil. Á haustmánuðum skapaðist órói á gjaldeyrismarkaðnum, m.a. vegna óvissu í flugrekstri, og gengi krónunnar lækkaði. Í desember hækkaði gengi krónunnar á ný eftir nokkuð skarpa lækkun frá því í byrjun september. Seðlabankinn keypti þá gjaldeyri á millibankamarkaði í fyrsta skipti í meira en ár.

Í byrjun nóvember var breyting gerð á bindingarhlutfalli í reglum um bindingu reiðufjár vegna nýs innstreymis erlends gjaldeyris. Hlutfallið var lækkað úr 40% í 20%.

Gjaldeyrisforði nam 736 ma.kr. í árslok og nam 26% af vergri landsframleiðslu.

Þetta kemur fram í frétt Seðlabanka Íslands um gjaldeyrismarkað, gengisþróun og gjaldeyrisforða á árinu 2018. Sjá hér fréttina í heild ásamt töflum og myndum:

Gjaldeyrismarkaður, gengisþróun og gjaldeyrisforði árið 2018

Til baka