logo-for-printing

13. febrúar 2019

Kynning aðalhagfræðings Seðlabankans á peningastefnunni

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands.
Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands og meðlimur í peningastefnunefnd, hefur haldið erindi í sex fjármálafyrirtækjum til að kynna efni Peningamála nr. 1 á þessu ári og síðustu vaxtaákvörðun peningastefnunefndar frá 6. þessa mánaðar. Fyrirtækin sem Þórarinn hélt erindi fyrir voru Kvika, Fossar, Íslandsbanki, Arion, Landsbanki og Arctica Finance.

Við flutning erindanna studdist Þórarinn við efni í meðfylgjandi skjali: Peningamál 2019/1. Almenn kynning. Febrúar 2019. Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands.
Til baka