logo-for-printing

27. febrúar 2019

Bréf seðlabankastjóra til forsætisráðherra vegna gjaldeyriseftirlits og sameiningar SÍ og FME

Bygging Seðlabanka Íslands

Hér er birt bréf sem Már Guðmundsson seðlabankastjóri sendi Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra 29. fyrra mánaðar um þá lærdóma sem að mati seðlabankastjóra ber að draga af reynslunni um framkvæmd gjaldeyriseftirlits á vegum Seðlabanka Íslands í tengslum við áformaða sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. Í bréfinu er varpað ljósi á sum þeirra atriða sem hafa verið í umræðu um þessi mál í framhaldi af áliti umboðsmanns sem birt var 25. fyrra mánaðar og greinargerð bankaráðs sem birt var í gær. Rétt er að geta þess að í bréfinu eru afmáð þau atriði sem trúnaður skal gilda um.

Sjá hér: Bréf Más Guðmundssonar seðlabankastjóra til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra 29. janúar 2019: Umræða um gjaldeyriseftirlit á vegum Seðlabanka Íslands og lærdómar í tengslum við áformaða sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins

 

Til baka