logo-for-printing

05. mars 2019

Nýjar reglur um bindingu reiðufjár og meðferð krónueigna

Bygging Seðlabanka Íslands

Reglur nr. 223/2019, um bindingu reiðufjár vegna nýs innstreymis erlends gjaldeyris, og reglur nr. 224/2019, um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum, hafa verið birtar í Stjórnartíðindum, í dag, 5. mars 2019, sbr. samanber tvær tilkynningar á vef Stjórnartíðinda, hér og hér.  

Tilefni reglnanna og þær breytingar sem þær hafa í för með sér voru kynntar með fréttatilkynningu á vef Seðlabankans 4. mars 2019.  Reglurnar taka gildi á morgun, 6. mars 2019.

Nýjar reglur um bindingu reiðufjár vegna nýs innstreymis erlends gjaldeyris fela meðal annars í sér lækkun á bindingarhlutfalli frá eldri reglum úr 20% í 0%, frá og með 6. mars 2019.


Til baka