logo-for-printing

27. mars 2019

Ný rannsóknarritgerð um lausafjárstýringu Seðlabanka Íslands

Rannsóknarritgerð nr. 79 - Forsíða

Seðlabanki Íslands hefur gefið út ritgerð um lausafjárstýringu. Ritgerðin er á ensku og er gefin út í rannsóknarritgerðarröð bankans.

Í ritgerðinni er leitað svara við spurningunni hvert sé hagkvæmasta fyrirkomulag lausafjárstýringar hér á landi út frá tveimur viðmiðunum: núverandi ástandi þar sem bankarnir eiga mikið laust fé og því einkenni íslenska hagkerfisins að vera lítið, opið og með eigin mynt. Ræddar eru kenningar um framkvæmd peningastefnu og um margvíslegar ástæður fyrir umframlausafé í kerfinu, eiginleika þess og áhrif þess á framkvæmd peningastefnunnar. Ástæður mikils umframlausafjár í íslenska bankakerfinu eru raktar og talið líklegt að áfram verði sveiflur í lausafé bankanna vegna þess að hagkerfið er lítið, opið og með mynt sem sveiflast. Í ritgerðinni eru ræddar fjórar ólíkar aðferðir við að stýra lausafé í fjármálakerfinu og rýnt í reynslu Svía, Norðmanna og Dana af því að beita þessum aðferðum. Að lokum eru dregnar nokkar ályktanir um hagkvæmasta fyrirkomulag lausafjárstýringar á Íslandi.

Sjá ritið hér: Working Paper No. 79: The Central Bank of Iceland‘s Liquidity Management System, eftir Ragnheiði Jónsdóttur.


Til baka