logo-for-printing

18. júní 2019

Líf og fjör í Seðlabankanum á sautjánda júní

Bygging Seðlabanka Íslands

Margir mættu í Seðlabankann á sautjánda júní til að skoða sýningu í myntsafni Seðlabanka og Þjóðminjasafns, en bankinn tók þátt í því framtaki forsætisráðuneytis að hafa opið fyrir almenning frá klukkan 14 til 18 á þessum hátíðisdegi. Biðröð hafði myndast þegar húsið var opnað og stöðugur straumur fólks var um fyrstu hæð hússins þær fjórar klukkustundir sem opið var. Fólk á öllum aldri skoðaði muni tengda Halldóri Laxness og Nóbelsverðlaunum hans sem Seðlabankanum hefur verið falið að varðveita, biðröð var við að þreifa á og lyfta gullstöng í eigu bankans, og fólk skoðaði málverk og listaverk í eigu bankans. Þá nýttu margir sér tækifærið og skoðuðu aðra muni í myntsafninu. Alls mættu um tólf hundruð manns safnið.

 

Til baka