logo-for-printing

19. ágúst 2019

Fundaferð seðlabankastjóra um landið

Mynd frá fundi í Árborg

Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur á nýlegum kynningarfundum á landsbyggðinni fjallað um markmið í starfi Seðlabankans, árangur við stjórn efnahags- og peningamála frá fjármálahruninu 2008 og stórar áskoranir í starfinu framundan. Á fjölmennum kynningarfundi í Árborg í dag lauk seðlabankastjóri máli sínu með því að vara við þeirri þróun sem átt hefur sér stað í rafrænni smágreiðslumiðlun hér á landi þar sem færsluvísun debetkorta innlendra aðila hefur í ríkari mæli flust úr landi.

Á fundunum, sem hafa verið á Ísafirði, Akureyri og í Neskaupstað, auk Árborgar, hefur Már Guðmundsson rakið stöðu mikilvægra þátta frá fjármálahruni til dagsins í dag þar sem helstu efnahagsstærðir hafa færst til mun betri vegar. Fundargestum hefur gefist kostur á að spyrja og greina frá sínum sjónarmiðum og hafa spurningar m.a. varðað gengis- og gjaldmiðlamál, verðtryggingu, erlenda hagþróun, gjaldeyrismál og greiðslumiðlunarmál.

Sjá hér kynningarskjal sem Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur stuðst við á fundum sínum um landið.

Fundarstjóri á fundinum í dag var Guðni Ágústsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra. 

 

Til baka

Myndir með frétt

Guðni Ágústsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra.