logo-for-printing

23. ágúst 2019

Ný rannsóknarritgerð um verðbólgu og verðbólguvæntingar

Seðlabanki Íslands hefur gefið út rannsóknarritgerð nr. 81 um samspil verðbólgu og langtímaverðbólguvæntinga. Ritgerðin er á ensku og er gefin út í ritgerðarröðinni Rannsóknarritgerðir (Working Papers). Um er að ræða nýja og endurskoðaða útgáfu af rannsóknarritgerð nr. 77  sem birt var í mars árið 2018.

Í ritgerðinni er fjallað um hlutverk lækkandi langtímaverðbólguvæntinga fyrir þróun verðbólgu hér á landi undanfarin ár og mikilvægi þess að mæla þessar væntingar rétt. Mat á framsýnni Philips-kúrfu bendir til þess að kerfisbreyting hafi orðið á sambandi verðbólgu og lykil áhrifaþátta hennar árið 2012. Ólínulegar matsaðferðir gefa til kynna að þessa þróun megi skýra með því að taka tillit til mismunandi væntinga almennings og á fjármálamarkaði, auk þess sem leiðrétta þurfi verðbólguálag á markaði fyrir þróun áhættuþóknunar í skuldabréfavöxtum. Þegar þetta er gert fæst stöðug Phillips-kúrfa sem skýrir hjöðnun verðbólgu frá árinu 2012 og af hverju verðbólga hefur haldist stöðug síðan þrátt fyrir kröftugan efnahagsbata.

Sjá ritið hér:

Long-term inflation expectations and inflation dynamics eftir Þórarin G. Pétursson.

Gagnasafn um samspil verðbólgu og langtímaverðbólguvæntinga


Til baka