logo-for-printing

19. september 2019

Erindi seðlabankastjóra á hádegisfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri með erindi á hádegisfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga 19. september 2019

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hélt erindi á hádegisfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga og tók þátt í pallborðsumræðum. Erindi seðlabankastjóra bar titilinn „Nýr Seðlabanki - við hverju er að búast?“ og fór hann m.a. yfir áhrif alþjóðlegra fjármagnshreyfinga á skilvirkni peningastefnunnar og möguleika þjóðhagsvarúðar í að styðja við peningastefnuna.

Kom þar m.a. fram að beiting þjóðhagsvarúðar bjóði upp á mikla möguleika til þess að bæta efnahagsstjórn hér á landi til framtíðar. Hann fór einnig yfir sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins og markmið og skipulag nýrrar stofnunar. Lýsti hann markmiðum og skipulagi þriggja stefnunefnda, þar af tveggja nýrra nefnda, fjármálastöðugleikanefndar og fjármálaeftirlitsnefndar sem taka munu til starfa á nýju ári. Markmið þessa skipulags nýs Seðlabanka er að tryggja æskilega valddreifingu og stuðla að gagnsæi.

Sjá hér glærur sem seðlabankastjóri studdist við í erindi sínu.

 

Til baka

Myndir með frétt

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri með erindi á hádegisfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga 19. september 2019
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri með erindi á hádegisfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga 19. september 2019
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri með erindi á hádegisfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga 19. september 2019