logo-for-printing

01. nóvember 2019

Minnisblað innri endurskoðanda Seðlabanka Íslands

Bygging Seðlabanka Íslands

Seðlabanki Íslands birtir hér minnisblað sem innri endurskoðandi bankans tók saman að beiðni seðlabankastjóra um samskipti starfsmanna bankans við Ríkisútvarpið í aðdraganda húsleitar í mars 2012. Nánar tiltekið var farið yfir tölvupósta tiltekinna starfsmanna.

Minnisblaðið var unnið sem trúnaðargagn og liggur m.a. til grundvallar bréfi sem Seðlabankinn sendi forsætisráðuneyti 18. ágúst síðastliðinn. Bréfið var birt á vef Seðlabanka Íslands 28. október síðastliðinn. Vakin er athygli á því að strikað hefur verið yfir ákveðnar upplýsingar í minnisblaðinu með tilliti til þagnarskyldu og persónuverndar.

Minnisblaðið er aðgengilegt hér: Minnisblað innri endurskoðanda Seðlabanka Íslands frá 11. júní 2019


Til baka