logo-for-printing

17. desember 2019

Nýjar tölur um veltu greiðslukorta

Bygging Seðlabanka Íslands

Nýjar tölur um heildarveltu innlendra greiðslukorta hefur verið birt á vef Seðlabanka Íslands. Þar kemur fram að heildarvelta innlendra greiðslukorta nam 89,7 ma.kr. í nóvember 2019, sem er 2,7% lækkun milli mánaða en 2,9% aukning frá sama tíma árið áður. Velta debetkorta nam 43,6 ma.kr. sem er 2,6% aukning milli ára. Velta kreditkorta nam 46,1 ma.kr., sem er 3,2% hækkun frá sama tíma árið áður. Heildarvelta erlendra greiðslukorta á Íslandi í nóvember 2019 nam 13,4 ma.kr., sem jafngildir 14,4% lækkun milli ára. Vakin er athygli á að tölur sem birtar voru í gær 16. desember um veltu erlendra greiðslukorta hérlendis, hafa verið leiðréttar. Tölur eru byggðar á upplýsingum frá íslenskum færsluhirðum og kortaútgefendum.

Sjá nánar hér: Greiðslumiðlun


Til baka