logo-for-printing

20. janúar 2020

Skýrsla peningastefnunefndar til Alþingis

Bygging Seðlabanka Íslands

Skýrsla peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis um störf nefndarinnar á seinni hluta ársins 2019 er nú aðgengileg hér á vef bankans. Viðamikið ítarefni fylgir skýrslunni sem er alls um 178 síður að lengd. Þá fylgja skýrslunni núna í fyrsta sinn greinargerðir frá ytri nefndarmönnum peningastefnunefndar. Eins og kom fram í greinargerð nefndarinnar um viðbrögð við hluta tillagna starfshóps um endurskoðun á ramma peningastefnunnar sem birt var í desember 2018 myndu ytri nefndarmenn framvegis einnig senda árlega sérstaka greinargerð til þingsins.

Lög um Seðlabanka Íslands kveða á um að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skuli gefa Alþingi skýrslu um störf sín tvisvar á ári og að ræða skuli efni skýrslunnar í þeirri þingnefnd sem þingforseti ákveður. Skýrslan hefur verið rædd í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Frá því að síðasta skýrsla var send Alþingi hefur nefndin haldið fjóra reglulega fundi, og var síðasta vaxtaákvörðun kynnt 11. desember 2019. Eftirfarandi skýrsla fjallar um störf nefndarinnar frá júlí til desember 2019.

Peningastefnunefnd er skipuð með nýjum hætti frá og með áramótum þegar ný lög um Seðlabanka Íslands tóku gildi. Formaður er áfram Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.

Sjá skýrsluna hér: Skýrsla peningastefnunefndar til Alþingis fyrir seinni hluta ársins 2019.

Sjá hér skýrslur ytri nefndarmanna:

Skýrsla Gylfa Zoëga

Skýrsla Katrínar Ólafsdóttur  

Fyrri skýrslur um störf peningastefnunefndar eru hér.


Til baka