logo-for-printing

17. febrúar 2020

ESMA auglýsir eftir fulltrúum í hagsmunahóp

Höfðatorg

Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin (ESMA) leitar að fulltrúum í Hagsmunahóp á sviði verðbréfa og markaða e. Securites and Markets Stakeholders Group (SMSG) til að gæta hags allra hagsmunaaðila á fjármálamarkaði.

Fulltrúar hagsmunaaðila sem eru virkir innan EES-svæðisins eru gjaldgengir og geta sótt um sæti í hópnum. Umsóknarfrestur er til 29. mars næstkomandi. Nánari upplýsingar um verkefni og hlutverk hagsmunahópsins ásamt eyðublöðum er varða umsókn er að finna í fréttatilkynningu á vef Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar.

Gert er ráð fyrir að þeir sem valdir eru í hópinn hefji störf í júlí á þessu ári. Ráðning fulltrúa er til fjögurra ára og geta þeir setið tvö tímabil.


Til baka