logo-for-printing

19. febrúar 2020

Enginn launamunur kynjanna í Seðlabanka Íslands

Bygging Seðlabanka Íslands

Kynin hafa sömu laun í Seðlabanka Íslands samkvæmt úttekt sem framkvæmd var í lok síðasta árs. Seðlabanki Íslands hlaut jafnlaunavottun í byrjun árs 2019. Jafnlaunagreining á árinu leiddi í ljós að enginn óútskýrður launamunur var þá á milli kynjanna.

Niðurstöður greiningar fyrir árið 2017 voru að laun karla voru 3,23% hærri en laun kvenna og var kynjaskipting innan bankans 81 karl og 80 konur. Bankinn setti sér það markmið að kynbundinn launamunur yrði lægri en 2,5% á árinu 2019. Launagreining fyrir árið 2019 leiddi svo í ljós að laun kvenna voru 1,82% hærri en laun karla og var kynjaskipting innan bankans 86 karlar og 85 konur. Þessi litli launamunur telst ekki marktækur og gefur niðurstaðan því til kynna að óútskýrður launamunur kynjanna hafi ekki verið til staðar í bankanum.


Til baka