logo-for-printing

26. febrúar 2020

Traust til Seðlabankans eykst talsvert á milli ára

Bygging Seðlabanka Íslands
Traust til Seðlabanka Íslands eykst mest á milli ára meðal allra þeirra stofnana sem Gallup skoðar eftir því sem fram kemur í fréttum og gögnum frá Gallup. Traustið eykst um 14 prósentur og fer úr 31% í 45%. Ásgeir Jónsson tók við embætti seðlabankastjóra í ágúst á síðasta ári og um áramótin sameinuðust Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið undir hans stjórn. Síðasta starfsár hefur m.a. einkennst af viðbrögðum bankans við breyttum efnahagshorfum.
Til baka