logo-for-printing

12. mars 2020

ESMA mælir með að aðilar á fjármálamarkaði grípi til aðgerða vegna COVID-19

Höfðatorg
Stjórn Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar (ESMA) hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna COVID-19 faraldursins. Þar mælir ESMA með að aðilar á fjármálamarkaði grípi nú þegar til ákveðinna aðgerða. Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands (Fjármálaeftirlitið) hefur að undanförnu verið í sambandi við aðila á markaði vegna áhrifa COVID-19. Fjármálaeftirlitið tekur undir tilmæli ESMA og hvetur íslensk fyrirtæki á fjármálamarkaði til að grípa til þeirra aðgerða sem ráðlagðar eru. 

Til baka