logo-for-printing

18. mars 2020

Leiðbeinandi tilmæli um samræmda framsetningu í ársreikningum vátryggingafélaga

Höfðatorg
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur gefið út leiðbeinandi tilmæli nr. 1/2020 um samræmda framsetningu tiltekinna skýringarliða í ársreikningum vátryggingafélaga. Tilgangur tilmælanna er að skýra hugtakanotkun og framsetningu lykilstærða og stuðla þannig að auknu gagnsæi og samræmi í efni og framsetningu fjárhagsupplýsinga vátryggingafélaga.  Við útgáfu þessara tilmæla falla leiðbeinandi tilmæli nr. 2/2019 úr gildi.
 
Við gerð tilmælanna var höfð hliðsjón af þeim venjum sem skapast hafa á vátryggingamarkaði, en jafnframt var horft til þeirrar þróunar sem hefur orðið á markaðnum, sérstaklega með innleiðingu Solvency II tilskipunarinnar. 
Til baka