logo-for-printing

17. apríl 2020

Breytingar á reglum um viðskipti fjármálafyrirtækja

Bygging Seðlabanka Íslands

Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að bjóða fjármálafyrirtækjum í reglulegum viðskiptum við bankann sérstaka og tímabundna lánafyrirgreiðslu í formi veðlána. Fyrsta útboðið verður haldið 22. apríl 2020. Þetta er gert til að bregðast við því fordæmalausa ástandi sem nú varir og til þess að bjóða fjármálafyrirtækjum tímabundið aukinn aðgang að lausafé.

Til samræmis við frétt frá 8. apríl sl. hefur Seðlabanki Íslands breytt reglum nr. 1200/2019 um viðskipti fjármálafyrirtækja við Seðlabanka Íslands og hafa þær breytingar verið birtar í Stjórnartíðindum. Jafnframt hefur veðlisti bankans verið uppfærður í takt við breytingarnar, sjá hér.

Nr. 12/2020
17. apríl 2020


Til baka