logo-for-printing

08. júní 2020

Heildarlöggjöf um rekstraraðila sérhæfðra sjóða

Höfðatorg
Seðlabanki Íslands vekur athygli á því að hinn 4. júní sl. tóku gildi lög nr. 45/2020, um rekstraraðila sérhæfðra sjóða en um er að ræða heildarlöggjöf.

Til að auðvelda undirbúning rekstraraðila sérhæfðra sjóða og í ljósi þess að um nýja heildstæða löggjöf er að ræða, býður Seðlabankinn þeim og öðrum sem telja sig eiga hagsmuna að gæta að senda inn spurningar í tengslum við ákvæði laga nr. 45/2020 og reglugerðar nr. 555/2020, um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um rekstraraðila sérhæfðra sjóða.

Leitast verður við að svara spurningum með því að birta þær ásamt svörum við þeim á vefsíðu Seðlabanka Íslands. Hafi spurning ekki almenna skírskotun heldur beinist að málefnum einstaka aðila mun svar beinast beint að viðkomandi en ekki birtast opinberlega.

Athygli er enn fremur vakin á því að á vefsíðu Seðlabankans er að finna eyðublöð fyrir rekstraraðila sem hyggjast sækja um starfsleyfi auk eyðublaðs fyrir rekstraraðila sem eru skráningarskyldir samkvæmt lögunum.

Seðlabankinn hvetur alla þá sem reka sérhæfða sjóði, Samtök fjármálafyrirtækja og aðra sem telja sig eiga hagsmuna að gæta til að senda spurningar á fme@sedlabanki.is.
Til baka