logo-for-printing

01. júlí 2020

Fundargerðir fjármálastöðugleikanefndar frá mars 2020

Fjármálastöðugleikanefnd ásamt ritara nefndarinnar

Fundargerðir fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands frá mars 2020 hafa verið birtar. Nefndin hittist þrisvar í mánuðinum og ræddi stöðu efnahagsmála, þróun á innlendum fjármálamörkuðum, stöðu og áhættu í fjármálakerfinu og í rekstri einstakra fjármálafyrirtækja og fjármálainnviða. Nefndin tók jafnframt ákvarðanir um beitingu stjórntækja bankans varðandi fjármálastöðugleika.

Sjá fundargerðir hér:

Meðfylgjandi mynd er af fjármálastöðugleikanefnd ásamt ritara hennar, Eggerti Þresti Þórarinssyni, sem er lengst til vinstri í efri röð. Nefndarmenn eru, í neðri röð frá vinstri: Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri, Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, formaður nefndarinnar, Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri, varaformaður nefndarinnar, og Unnur Gunnarsdóttir varaseðlabankastjóri. Í efri röð frá vinstri eru Eggert ritari, Tómas Brynjólfsson, embættismaður tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðuneyti með málfrelsi og tillögurétt en ekki atkvæðisrétt, Bryndís Ásbjarnardóttir, Guðmundur Kr. Tómasson og Axel Hall.

Sjá hér nánari upplýsingar um nefndina.


Til baka