Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur metið Rapyd Financial Network (2016) Ltd. hæft til að fara með virkan eignarhlut í KORTA hf.
Hinn 25. júní 2020 komst Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands að þeirri niðurstöðu að ísraelska félagið Rapyd Financial Network (2016) Ltd. væri hæft til að fara með yfir 50% virkan eignarhlut í KORTA hf., skv. VI. kafla laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, sbr. 10. mgr. 15. gr. laga nr. 120/2011, um greiðsluþjónustu. Þá var það niðurstaða eftirlitsins að framkvæmdastjóri Rapyd, Ariel Shtilman, væri hæfur til að fara með yfir 50% óbeinan, virkan eignarhlut í KORTA hf. og að bandaríska sjóðastýringarfélagið General Catalyst Group Management, LLC, sem og félög tengd þeim aðila, væru hæf til að fara með allt að 20% óbeinan, virkan eignarhlut í KORTA hf.