logo-for-printing

07. júlí 2020

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur metið Rapyd Financial Network (2016) Ltd. hæft til að fara með virkan eignarhlut í KORTA hf.

Bygging Seðlabanka Íslands
Hinn 25. júní 2020 komst Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands að þeirri niðurstöðu að ísraelska félagið Rapyd Financial Network (2016) Ltd. væri hæft til að fara með yfir 50% virkan eignarhlut í KORTA hf., skv. VI. kafla laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, sbr. 10. mgr. 15. gr. laga nr. 120/2011, um greiðsluþjónustu. Þá var það niðurstaða eftirlitsins að framkvæmdastjóri Rapyd, Ariel Shtilman, væri hæfur til að fara með yfir 50% óbeinan, virkan eignarhlut í KORTA hf. og að bandaríska sjóðastýringarfélagið General Catalyst Group Management, LLC, sem og félög tengd þeim aðila, væru hæf til að fara með allt að 20% óbeinan, virkan eignarhlut í KORTA hf.
Til baka