logo-for-printing

15. júlí 2020

Brot Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins gegn 36. gr. e. og 37. gr. laga nr. 129/1997

Bygging Seðlabanka Íslands

Í kjölfar fyrirspurnar frá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands bárust upplýsingar frá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins 11. maí 2020 þess efnis að heildareign lífeyrissjóðsins í tveimur sjóðum um sameiginlega fjárfestingu hefðu farið yfir lögbundið hámark fjárfestingarheimilda sbr. 7. mgr. 36. gr. c. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Fjármálaeftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að eftirlitskerfi lífeyrissjóðsins hafi ekki verið með fullnægjandi hætti hvað varðar vöktun á lagalegum takmörkunum fjárfestingarheimilda sjóðsins sbr. 1. mgr. 36. gr. e. laga nr. 129/1997. Af þeim sökum hafi lífeyrissjóðurinn hvorki tilkynnt Fjármálaeftirlitinu um brotið né þegar gripið til ráðstafana til úrbóta, sbr. 37. gr. laga nr. 129/1997.

Sjá nánar: Brot Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins gegn 36. gr. e. og 37. gr. laga nr. 129/1997


Til baka