logo-for-printing

27. ágúst 2020

Fundur í efnahags- og viðskiptanefnd um peningastefnu

Alþingi

Í dag klukkan 9:00 hefst fjarfundur í efnahags- og viðskiptanefnd um skýrslu peningastefnunefndar Alþingis fyrir fyrri hluta árs 2020. Gestir nefndarinnar verða Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika.

Útsendingin er aðgengileg hér. Peningastefnunefndin skal skv. 3. mgr. 11. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 92/2019, gefa Alþingi skýrslu um störf sín tvisvar á ári og fjalla skal um skýrsluna í þeirri þingnefnd sem forseti Alþingis ákveður. Hefð er fyrir því að efnahags- og viðskiptanefnd fjalli um skýrsluna á opnum fundi. Vegna aðstæðna í samfélaginu út af kórónuveirufaraldri sá háttur hafður á að streymt er frá fjarfundi nefndarinnar á vef Alþingis og sjónvarpsrás þess.

Til baka