logo-for-printing

31. ágúst 2020

Tímasetningu gengisskráningar og -birtingar breytt

Bygging Seðlabanka Íslands

Í dag, mánudaginn 31. ágúst, færist til tíminn fyrir skráningu og birtingu opinbers viðmiðunargengis íslenskrar krónu. Frá og með í dag mun Seðlabanki Íslands skrá opinbert viðmiðunargengi um klukkan 14:15 á mið-evrópskum tíma (e. Central European time - nú 12:15 hér á landi) til samræmis við verklag í nágrannalöndum. Viðmiðunargengið verður síðan birt opinberlega á heimasíðu Seðlabankans um klukkan 16:00 á staðartíma hvern viðskiptadag, en ekki um klukkan 11:00 eins og verið hefur. Rétt er að taka fram að Seðlabanki Íslands birtir gengi gjaldmiðla eingöngu í upplýsingaskyni og til að fullnægja lagakröfum.

Nýjar reglur nr. 600/2020 um gjaldeyrismarkað, sem tóku gildi 30. ágúst 2020, má finna hér: Reglur um gjaldeyrismarkað nr. 600/2020 (á vef Stjórnartíðinda).

Sjá einnig nánar hér í frétt frá 18. júní 2020: Nýjar reglur um gjaldeyrismarkað.

Til baka