logo-for-printing

09. september 2020

Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu hluta vátryggingastofns

Harpan og bygging Seðlabanka Íslands
Hér með tilkynnist um yfirfærslu hluta vátryggingastofns frá The Palatine Insurance Company Limited og Swiss Re Specialty Insurance (UK) Limited til Swiss Re International SE. Fyrirhuguð yfirfærsla er í samræmi við tilkynningu dagsetta 3. september 2020 frá breska fjármálaeftirlitinu, Prudential Regulation Authority.

Vátryggingartakar og vátryggðir geta skilað skriflegum athugasemdum til Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (Fjármálaeftirlitsins) vegna fyrirhugaðrar yfirfærslu innan eins mánaðar frá birtingu þessarar tilkynningar.

Ekki liggja fyrir staðfestar upplýsingar um að hjá félaginu séu fyrirliggjandi vátryggingarsamningar vegna aðila hér á landi.

Fjármálaeftirlitið veitir nánari upplýsingar ef óskað er.
Til baka