logo-for-printing

16. október 2020

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur metið Brynhildi Ingvarsdóttur hæfa til að fara með virkan eignarhlut í Summu rekstrarfélagi hf.

Bygging Seðlabanka Íslands
Hinn 7. október 2020 komst Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands að þeirri niðurstöðu að Brynhildur Ingvarsdóttir væri hæf til að fara með allt að 33% virkan eignarhlut með óbeinum hætti í Summu Rekstrarfélagi hf., skv. VI. kafla laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Brynhildur fer með hlutinn í samstarfi við Hrafnkel Kárason í gegnum eignarhlut þeirra í félaginu Reisla ehf. Reisla ehf. fer með eignarhlut í félaginu Megind ehf. sem fer með yfir 50% eignarhlut í Summu rekstrarfélagi hf.
Til baka