logo-for-printing

28. október 2020

Ráðið í tvær stöður í Seðlabankanum

Logi Ragnarsson og Flóki Halldórsson
Logi Ragnarsson og Flóki Halldórsson
Nýverið hefur verið ráðið í tvær stjórnendastöður í Seðlabanka Íslands. Logi Ragnarsson hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra upplýsingatækni og gagnasöfnunar hjá Seðlabanka Íslands. Logi (til vinstri á mynd) var framkvæmdastjóri upplýsingatækni í Seðlabankanum sl. tvö ár, en um áramót stækkaði sviðið talsvert er upplýsingatæknisvið Fjármálaeftirlitsins og svið gagnasöfnunar og upplýsingavinnslu í Seðlabankanum bættust við. Áður var Logi framkvæmdastjóri Greiðsluveitunnar frá 2002 til 2018, en hann gegndi einnig stöðu framkvæmdastjóra Auðkennis á tímabilinu 2005-2011. Logi er með BS-gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands.

Flóki Halldórsson (til hægri á mynd) hefur verið ráðinn forstöðumaður skrifstofu skilavalds á sviði fjármálastöðugleika Seðlabanka Íslands. Flóki var stjórnarmaður hjá Íslandsbanka frá því í mars 2020, en áður var hann framkvæmdastjóri Stefnis frá 2009 til 2019, sjóðstjóri hjá Rekstrarfélagi Kaupþings banka frá 2001 til 2009 og fjárfestingarstjóri hjá Burðarási 2000-2001. Flóki hefur lokið BA-prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands og Executive MBA-prófi frá Copenhagen Business School, auk þess að vera með próf í verðbréfaviðskiptum.

Til baka