logo-for-printing

30. október 2020

Stefnir hf. fær starfsleyfi sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða

Bygging Seðlabanka Íslands
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands (Fjármálaeftirlitið) veitti Stefni hf. starfsleyfi sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða sbr. 6. gr. laga nr. 45/2020, um rekstraraðila sérhæfðra sjóða hinn 27. október 2020. Í leyfinu felst að félaginu er heimilt að reka sérhæfða sjóði sbr. 1. og 2. mgr. 9. gr. laga um rekstraraðila sérhæfðra sjóða.

Þá hefur Fjármálaeftirlitið ennfremur veitt félaginu heimild til að sinna eignastýringu, fjárfestingarráðgjöf og vörslu og umsýslu hlutdeildarskírteina eða hluta sjóða um sameiginlega fjárfestingu. sbr. 1-3. tölul. 3. mgr. 9. gr. laga um rekstraraðila sérhæfðra sjóða.

Félagið hefur einnig starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfasjóða samkvæmt lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.
Til baka