logo-for-printing

17. nóvember 2020

Sixon Investments ekki undir eftirliti eða með starfsleyfi á Íslandi

Bygging Seðlabanka Íslands
Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands (Fjármálaeftirlitinu) hafa borist ábendingar um vefsíðuna Sixon Investments, sem gefur sig út fyrir að vera markaðstorg með ýmsar rafmyntir og bjóða ýmiss konar þjónustu sem tengist rafmyntum. Fjármálaeftirlitið vill taka fram að félagið er ekki undir eftirliti á Íslandi, enda ekki með starfsleyfi. Vegna tilvísunar á vefsíðunni til íslensks einkahlutafélags telur Fjármálaeftirlitið jafnframt rétt að upplýsa að það félag virðist ekki hafa nein tengsl við starfsemi Sixon Investments.
Til baka