logo-for-printing

18. nóvember 2020

Fjármálaeftirlit Seðlabankans opnar fyrir skil AIF og AIFM-skýrslna í prófunarumhverfi

Í aðdraganda fyrstu gagnaskila skv. lögum 45/2020 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða hefur Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands opnað fyrir skil AIF og AIFM-skýrslna í prófunarumhverfi.

Um er að ræða umfangsmiklar skýrslur sem skila ber í fyrsta sinn fyrir 31.janúar 2021, m.v. stöðu um áramót, og er opnun prófunarumhverfis nú liður í því að auðvelda rekstraraðilum sérhæfðra sjóða að uppfylla skyldur sínar skv. lögunum.
Nánari upplýsingar um skýrslugjöfina er að finna á síðunni AIF og AIFM skýrslur

Rekstraraðilar eru hvattir til að nýta sér þessa þjónustu og huga tímanlega að undirbúningi fyrstu skila. Tekið er við skráningu til þátttöku með tölvupósti á netfangið adstod@sedlabanki.is.
Til baka