logo-for-printing

20. nóvember 2020

Enginn kynbundinn launamunur í Seðlabanka Íslands

Enginn kynbundinn launamunur í SÍ
Enginn kynbundinn launamunur í SÍ
Kynbundinn launamunur hjá Seðlabanka Íslands á árinu 2020 er 1,6% konum í vil samkvæmt niðurstöðu launagreiningar sem fór fram í september síðastliðnum. Niðurstöður leiddu því í ljós að enginn óútskýrður launamunur er á milli kynjanna. Bankinn setti sér það markmið að kynbundinn launamunur yrði innan við 2% á árinu 2020. Við Seðlabankann starfa 145 karlar og 127 konur en fjölgun varð í starfsliði bankans við sameiningu Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins um síðastliðin áramót.

Seðlabanki Íslands hlaut jafnlaunavottun í byrjun árs 2019. Bankinn setti sér það markmið að kynbundinn launamunur yrði innan við 2,5% á árinu 2019. Launagreining fyrir árið 2019 leiddi svo í ljós að laun kvenna voru 1,8% hærri en laun karla og var kynjaskipting innan bankans 86 karlar og 85 konur. Þessi litli launamunur telst ekki marktækur og gaf niðurstaðan því til kynna að óútskýrður launamunur kynjanna væri ekki til staðar í bankanum.
Til baka