logo-for-printing

08. desember 2020

Nýtt rit í rannsóknarritgerðaröð Seðlabanka Íslands

Working Paper
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýtt rit í flokki rannsóknarritgerða. Ritröðin, Working Papers, er á ensku og er titill þessa rits, sem er númer 84, DYNIMO – Version III. A DSGE model of the Icelandic economy. Ritið er handbók með Dynimo þjóðhagslíkani Seðlabankans. Handbókin lýsir þriðju útgáfu líkansins sem er tímaháð, slembið heildarjafnvægislíkan (e. dynamic stochastic general equilibrium model, DSGE) og útleiðslum á hegðunarjöfnum og jafnvægisskilyrðum ásamt þeim stærðfræðilegum forsendum sem liggja til grundvallar. Fjallað er um stikamat og eiginleika líkansins.

Sjá ritið hér: Dynimo – Version III: A DSGE model of the Icelandic economy eftir Stefán Þórarinsson.

Til baka