logo-for-printing

30. desember 2020

Endurskoðun á gjaldmiðlavogum

Krónur

Gjaldmiðlavogum sem liggja til grundvallar útreikningum á vísitölum meðalgengis hefur verið breytt í ljósi utanríkisviðskipta ársins 2019. Endurskoðun fór síðast fram í upphafi árs 2020. Á sérstöku vefsvæði hér á vef Seðlabanka Íslands má sjá nýju vogirnar og breytingar frá fyrri vogum. Nýju vogirnar gilda frá og með 1. janúar 2021 til næstu endurskoðunar að ári.

Gjaldmiðlavogirnar eru endurskoðaðar árlega í ljósi samsetningar utanríkisviðskipta árið áður. Markmiðið er að þær endurspegli eins vel og kostur er samsetningu vöru- og þjónustuviðskipta þjóðarinnar. Val á gjaldmiðlum í vogir byggist á þriggja ára meðalhlutdeild ríkja í vöru- og þjónustuviðskiptum landsins.

Sjá nánar hér: Endurskoðun á gjaldmiðlavogum.


Til baka