logo-for-printing

12. janúar 2021

Tilkynning um yfirfærslu vátryggingastofns TM hf. til TM trygginga hf.

Bygging Seðlabanka Íslands
Hinn 30. apríl 2020 birti Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands (Fjármálaeftirlitið) tilkynningu um fyrirhugaða yfirfærslu á vátryggingastofni TM hf. til TM trygginga hf. Í tilkynningunni var óskað eftir því að vátryggingartakar, vátryggðir og aðrir sem hefðu sérstakra hagsmuna að gæta við flutning vátryggingastofns TM hf. yfir til TM trygginga hf., myndu koma skriflegum athugasemdum sínum á framfæri við stofnunina. Engar athugasemdir bárust.

Eftir yfirferð á beiðninni og viðeigandi gögnum veitti Fjármálaeftirlitið hinn 9. desember 2020 leyfi fyrir yfirfærslu vátryggingastofns TM hf. til TM trygginga hf. á grundvelli 4. mgr. 34. gr. laga nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi. Yfirfærslan fór fram 1. janúar sl.

Réttindi og skyldur vátryggingartaka, vátryggðra og annarra samkvæmt vátryggingasamningum halda sjálfkrafa gildi sínu við yfirfærsluna, sbr. 5. mgr. 34. gr. framangreindra laga.

Fjármálaeftirlitið veitir frekari upplýsingar sé þess óskað.
Til baka