logo-for-printing

05. febrúar 2021

Ný framsetning á efnahagsreikningi Seðlabanka Íslands

Bygging Seðlabanka Íslands

Til þess að auka upplýsingagildi efnahagsreiknings Seðlabanka Íslands hefur framsetningu á mánaðarlegu efnahagsyfirliti bankans verið breytt. Sundurliðun á efnahagsliðum hefur verið breytt auk þess sem nú eru yfirkaflar fyrir ákveðna liði og samtalan af yfirliðunum sýnd ásamt niðurbroti þar sem við á.

Efnahagur bankans var áður birtur í einu yfirliti sem innihélt bæði íslensk og ensk heiti liða. Í nýju framsetningunni er efnahagur bankans birtur í tvennu lagi, á íslensku og á ensku.

Sjá nánari upplýsingar hér um efnahag Seðlabanka Íslands: Efnahagur Seðlabanka Íslands.

Nánari upplýsingar veitir fjárhagur Seðlabanka Íslands í síma 569-9600.


Til baka