logo-for-printing

19. febrúar 2021

Samfélagsmiðlar og viðskipti með hlutabréf

Bygging Seðlabanka Íslands

Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin (ESMA) hefur sent frá sér yfirlýsingu  um samfélagsmiðla og viðskipti með hlutabréf. Eitt af markmiðum ESMA á sviði fjárfestaverndar er að standa vörð um almenna fjárfesta, en þátttaka þeirra er lykilþáttur í þróun fjármagnsmarkaða.

Í yfirlýsingunni er almennum fjárfestum bent á áhættu tengda því að byggja fjárfestingarákvarðanir einungis á skoðanaskiptum, óformlegum ráðleggingum og upplýsingum um fyrirhuguð viðskipti annarra á samfélagsmiðlum og viðskiptavettvöngum á netinu sem ekki eru undir eftirliti eftirlitsstjórnvalda.

Nýverið hafa orðið miklar sveiflur í verði tiltekinna bandarískra hlutabréfa sem rekja má til miðlunar upplýsinga á samfélagsmiðlum. Þrátt fyrir að reglur á bandarískum verðbréfamarkaði og innviðir hans séu frábrugðnir því sem þekkist á EES-svæðinu, er ekki útilokað að þar geti svipaðir atburðir átt sér stað.

Í yfirlýsingunni er lögð áhersla á eftirfarandi atriði:

  • Að fjárfestar reiði sig á áreiðanlegar upplýsingar við fjárfestingarákvarðanir
  • Aukna áhættu á að tapa fjárfestingu vegna mikilla verðsveiflna
  • Hættuna á því að brjóta gegn ákvæðum laga um markaðsmisnotkun

Hér má sjá yfirlýsingu ESMA á vef stofnunarinnar.

Til baka