logo-for-printing

25. febrúar 2021

Upplýsingar um stöðu NOVIS

Bygging Seðlabanka Íslands

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands (Fjármálaeftirlitið) vísar til fyrri frétta frá 18. og 29. september og 23. október 2020, þar sem greint var frá tímabundnu banni við nýsölu vátryggingarsamninga með fjárfestingaþætti sem Seðlabanki Slóvakíu (Národná banka Slovenska, NBS) setti gagnvart NOVIS Insurance Company, NOVIS Versicherungsgesellschaft, NOVIS Compagnia di Assicurazioni, NOVIS Poisťovňa a.s. (NOVIS).

Bankastjórn NBS hefur nú úrskurðað um áfrýjunarbeiðni NOVIS vegna ákvörðunar NBS um hið tímabundna bann sem tók gildi 11. september 2020. Niðurstaða bankastjórnar NBS er að fella úr gildi þann hluta ákvörðunarinnar sem lýtur að skilyrtu sölubanni NOVIS frá og með 12. febrúar 2021. NOVIS er þar af leiðandi heimilt að ljúka gerð nýrra vátryggingarsamninga með fjárfestingaþætti án sérstakra takmarkana.

Sá hluti ákvörðunar NBS sem snýr að skyldu NOVIS til að fjárfesta öllum iðgjöldum gerðra vátryggingarsamninga í þágu vátryggingartaka í samræmi við skilmála vátryggingarsamninganna og skyldu um reglulega skýrslugjöf með upplýsingum sem gera NBS kleift að fylgjast náið með stöðu vátryggingafélagsins er hins vegar enn í gildi.

Hér má finna fréttatilkynningu NBS um ákvörðun stjórnar NBS.

 


Til baka