logo-for-printing

04. mars 2021

Ný rannsóknarritgerð um verðlagsáhrif gengisbreytinga, peningastefnu og raungengi

Rannsóknarritgerð 2021

Seðlabanki Íslands birtir hér rannsóknarritgerðina „Exchange rate pass-through, monetary policy, and real exchange rates: Iceland and the 2008 crisis“ eftir þá Sebastian Edwards og Luis Cabezas hjá University of California.

Þeir nota gögn um undirliði vísitölu neysluverðs til þess að varpa ljósi á tvo þætti sem tengjast verðlagsáhrifum gengisbreytinga (e. exchange rate pass-through), þ.e. hvort verðáhrifin skýrist af því hve alþjóðlegur markaður með viðkomandi vöru er og einnig hvort að umgjörð peningastefnunnar skýri áhrifin.

Gögnin ná yfir 12 undirliði vísitölu neysluverðs á tímabilinu 2003 til 2019 og ná því yfir fjármálahrunið.

Þeir komast að því að verulega dró úr verðlagsáhrifum gengisbreytinga eftir umbætur á peningastefnunni í kjölfar hrunsins. Einnig sýna þeir fram á að verðáhrifin eru minni á heimavörur en þær sem viðskipti eru með milli landa.

Sjá ritið hér: Exchange rate pass-through, monetary policy, and real exchange rates: Iceland and the 2008 crisis.


Til baka