logo-for-printing

15. mars 2021

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur metið Kviku banka hf. hæfan til að fara með virkan eignarhlut í TM tryggingum hf., TM líftryggingum og Íslenskri endurtryggingu hf.

Bygging Seðlabanka Íslands
Hinn 26. febrúar 2021 komst Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands að þeirri niðurstöðu að Kvika banki hf. væri hæfur til að fara með svo stóran hluta í TM tryggingum hf., TM líftryggingum hf. og Íslenskri endurtryggingu hf. að vátryggingafélögin verða talin dótturfélög bankans, sbr. X. kafla laga nr. 100/2016, um vátryggingastarfsemi.
Til baka