logo-for-printing

15. mars 2021

Tímabundin ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA um breytt viðmiðunarmörk vegna tilkynninga um skortstöður rennur út 19. mars.

Bygging Seðlabanka Íslands
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands vekur athygli á að Eftirlitsstofnun EFTA hefur ákveðið að framlengja ekki ákvörðun sína um breytt viðmiðunarmörk vegna tilkynninga um skortstöður í hlutabréfum sem hafa verið tekin til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði.

Eftirlitsstofnun EFTA tók sem kunnugt er hinn 19. desember 2020 ákvörðun um framlengingu á breyttum viðmiðunarmörkum vegna tilkynninga um skortstöður og gildir sú ákvörðun til 19. mars 2021. Frá og með 20. mars 2021 verða hins vegar tilkynningarskyld viðmiðunarmörk aftur 0,2% í samræmi við ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA.

Sjá nánar: Temporary requirement for net short position holders to disclose positions of 0.1 % and above expires on 19 March
Til baka