logo-for-printing

25. mars 2021

Ríkislögreglustjóri birtir áhættumat vegna peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka

Bygging Seðlabanka Íslands
Í dag birti Ríkislögreglustjóri á vefsíðu sinni áhættumat vegna peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka á Íslandi. Áhættumatið byggir á 4. gr. laga nr. 140/2018 og skal m.a. notað til að gera úrbætur á vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, greina atvinnugreinar eða aðstæður sem fela í sér litla eða miklu hættu, greina hvar þörf er á breytingu á regluverki, og vera eftirlitsaðilum til leiðbeiningar varðandi áhættumiðað eftirlit.

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur komið áhættumatinu á framfæri við tilkynningarskylda aðila sem eru undir eftirliti stofnunarinnar og hvatt þá til þess að kynna sér efni þess og nota það við gerð eigin áhættumats samkvæmt 5. gr. laga nr. 140/2018. Nánari upplýsingar um eigið áhættumat tilkynningarskyldra aðila má finna hér.
Til baka