30. apríl 2021
Ný lög um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands sendi nýlega dreifibréf til útgefenda verðbréfa á Íslandi til að vekja athygli á lögum nr. 20/2021 um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu sem taka gildi 1. maí nk. Með lögunum er ákvæðum gagnsæistilskipunar Evrópusambandsins komið fyrir í nýjum heildarlögum, en áður var þau að finna í VII. til IX. kafla í lögum um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007.Nokkrar breytingar og uppfærslur hafa verið gerðar á fyrri lagaframkvæmd, en meðal þeirra eru lengri tímafrestir fyrir tilkynningar um öflun eða ráðstöfun hluta sem leiða til flöggunarskyldu.
Útgefendur, fjárfestar og aðrir sem telja þetta mál sig varða eru hvattir til að kynna sér efni hinna nýju laga, dreifibréfsins og heimasíðu Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands.