logo-for-printing

26. maí 2021

Nýtt gagnaskilakerfi Seðlabanka Íslands tekið í notkun

Bygging Seðlabanka Íslands
Nýtt gagnaskilakerfi Seðlabanka Íslands verður tekið í notkun í dag. Kerfið mun taka við af eldri gagnaskilakerfum Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins sem munu þó verða opin áfram í einhvern tíma.

Kynning á gagnaskilakerfinu verður haldin fyrir skilaaðila í dag. Að henni lokinni verða upptaka og glærur af fundinum gerðar aðgengilegar á þjónustuvef SÍ. Þar verður einnig hlekkur á nýja gagnaskilakerfið.

Tæknilegar fyrirspurnir og beiðnir um aðstoð í tengslum við hið nýja fyrirkomulag er unnt að senda á netfangið adstod@sedlabanki.is. Öðrum fyrirspurnum skal beint til tengiliða skilaaðila innan Seðlabankans.
Til baka