logo-for-printing

14. júní 2021

Lífeyrissparnaður jókst um 14,9% á árinu 2020

Bygging Seðlabanka Íslands

Lífeyrissparnaður landsmanna í formi samtryggingar og séreignar lífeyrissjóða og annarra vörsluaðila nam 6.036 ma.kr í árslok 2020 og jókst um 14,9 % á árinu. Sem hlutfall af vergri landsframleiðslu nemur lífeyrissparnaðurinn 206%. Miðað við bráðabirgðatölur OECD voru aðeins Danmörk og Holland með hærra hlutfall. Eignir samtryggingardeilda lífeyrissjóðanna námu við árslok 5.129 ma.kr. og jukust um 15% milli ára. Tryggingafræðileg staða samtryggingardeilda lífeyrissjóðanna batnaði nokkuð milli ára vegna góðrar ávöxtunar. Séreignarsparnaður í vörslu sjóðanna nam 594 ma.kr. sem var um 16% aukning frá árinu á undan. Séreignarsparnaður í vörslu annarra en lífeyrissjóða nam 313 ma.kr. og jókst um 9%.

Sjá nánar: Lífeyrissparnaður jókst um 14,9% á árinu 2020
Sjá nánar: Samantekt úr ársreikningum lífeyrissjóða 2020 - talnaefni

Efni fréttarinnar var uppfært 15. júní 2021


Til baka